Siglingar út í Grímsey
Siglingar út í Grímsey
Falið leyndarmál á Stöndum
Grímsey í Steingrímsfirði er stærsta eyjan á Ströndum og sannkölluð náttúruperla. Eyjan er einkum þekkt fyrir sitt fjölbreytta fuglalíf og þar er ein stærsta lundabyggð landsins, en áætlað er að 25–30 þúsund pör af lundum verpi í eyjunni á hverju sumri.
Á vegum Malarhorn eru farnar reglubundnar siglingar til Grímseyjar yfir sumartímann, með leiðsögumanni um borð. Siglingarnar eru farnar með bátnum Sundhani ST3 og hefjast 15. júní og standa fram í miðjan ágúst, eða eins lengi og veður leyfir.
Lagt er af stað frá bryggjunni á Drangsnes og eru tvær ferðir í boði á dag:
Morgunferð kl. 09:00
Hádegisferð kl. 13:30
Siglingin tekur um 3 klukkustundir, þar sem siglt er í kringum eyjuna áður en komið er að landi. Við komuna fá gestir 1–2 klukkustundir í Grímsey, til að skoða sig um, ganga um eyjuna, fara upp að vita og njóta stór
